Lýsa yfir óánægju vegna umferðarmenningar á Bíladögum

Mikið var spólað og spænt á götum Akureyrar á Bíladögum.
Mikið var spólað og spænt á götum Akureyrar á Bíladögum.

Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir óánægju með þá umferðarmenningu sem fylgdi Bíladögum að þessu sinni, „en fjöldi kvartana til lögreglu og umfjöllun í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum bendir mjög eindregið til þess að verr hafi tekist til að þessu leyti en síðustu ár,“ segir í bókun. Þá hefur framkvæmdastjóra verið falið að halda áfram viðræðum við Bílaklúbbinn um þann lærdóm sem af má draga. Bílaklúbbur Akureyrar, lögregla og fulltrúar frá Akureyrarbæ sátu fund í síðustu viku þar sem farið var yfir framkvæmd Bíladaga í ár. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.

-Vikudagur, 30. júní

Nýjast