Lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Á auka aðalfundi Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar var samþykkt einróma ályktun um stuðning við Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að leiða lista Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi og flokkinn í komandi alþingiskosningum. Eins og fram hefur komið mun Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sækjast eftir fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer þann 17. september. Höskuldur greindi frá þessu í bréfi sem hann sendi flokksmönnum. Höskuldur mun því taka slaginn gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, sem einnig sækist eftir að leiða flokkinn í NA-kjördæmi.

Nýjast