Lykilmenn hjá Þór í banni gegn Víkingi
Þeir Atli Sigurjónsson og Jóhann Helgi Hannesson verða báðir í leikbanni þegar Þór tekur á móti Víkingi R. á Þórsvelli á sunnudaginn kemur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Þetta er stórt skarð í liði Þórs fyrir þennan mikilvæg leik í fallbaráttunni, en Jóhann tryggði Þór einmitt sigur gegn Keflavík á dögunum eftir undirbúning frá Atla.
Víkingar mæta einnig lemstraðir til leiks en þeir Halldór Smári Sigurðsson og Þorvaldur Sveinn Sveinsson verða báðir í banni. Þetta verður fyrsti leikur Víkings undir stjórn nýs þjálfara, Bjarnólfs Lárussonar.
Þá var Hafþór Þrastarson dæmdur í eins leiks bann í 1. deildinni og mun því missa af leik KA gegn ÍR á útivelli annað kvöld.