Lúxussnekkja við bryggju á Húsavík

Horizons III lúxussnekkja við Húsavíkurhöfn. Mynd/ epe
Horizons III lúxussnekkja við Húsavíkurhöfn. Mynd/ epe

Þessi glæsilega snekkja, Horizons III  lá við bryggju á Húsavík í gær þegar blaðamaður átti leið hjá.

Eins og sjá má er snekkjan engin smá smíði, 71,1 m á lengdina og 12,8 m. á breidd. Um borð eru sjö káetur með pláss fyrir 12 gesti en áhöfnin telur 21 manns. Skipið var smíðað í Þýskalandi árið 2008 en var endurnýjað árið 2014. Snekkjan er sérhönnuð fyrir langar ævintýrasiglingar.

Snekkjuna er hægt að fá leigða fyrir litlar 94 milljónir vikuna.

 

Það er ekki amalegt að sleikja sólina þarna um borð. Mynd: superyachtsmonaco.com

 

Það vantar ekki lúxusinn um borð

Það er engu til sparað í brúnni


Athugasemdir

Nýjast