29. júlí, 2020 - 12:24
Fréttir
Horizons III lúxussnekkja við Húsavíkurhöfn. Mynd/ epe
Þessi glæsilega snekkja, Horizons III lá við bryggju á Húsavík í gær þegar blaðamaður átti leið hjá.
Eins og sjá má er snekkjan engin smá smíði, 71,1 m á lengdina og 12,8 m. á breidd. Um borð eru sjö káetur með pláss fyrir 12 gesti en áhöfnin telur 21 manns. Skipið var smíðað í Þýskalandi árið 2008 en var endurnýjað árið 2014. Snekkjan er sérhönnuð fyrir langar ævintýrasiglingar.
Snekkjuna er hægt að fá leigða fyrir litlar 94 milljónir vikuna.


