Í næstu mánuðum mun birtast grein í Læknablaðinu um árangur aðgerða tengda offitu hér á landi sem ná til 772 sjúklinga sem fóru í aðgerð á árunum 2001 til 2014. Niðurstöðurnar þar sýna að aðgerðirnar skili verulegu þyngdartapi, en 84% sjúklinga léttast mjög vel. Um 78% þeirra sem voru með sykursýki losuðu við sjúkdóminn eftir aðgerðina og meira en helmingur þeirra sem glímdi við of háan blóðþrýsting þurfti ekki lengur á meðferð að halda.
Þetta segir Hjörtur G. Gíslason, skurðlæknir frá Akureyri, sem hefur undanfarin 15 ár sérhæft sig í aðgerðunum magahjáveitu og magaermi fyrir súklinga með offitu og offitutengda sjúkdóma bæði hér á landi og víða í Skandinavíu.
Ítarlegra er fjallað um þetta og rætt við Hjört í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 28. apríl