Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag
Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu fer fram í dag og hefjast allir fimm leikirnir kl. 13:00. Lítil spenna er fyrir þessa lokaumferð. Þegar er orðið ljóst að Stjarnan er Íslandsmeistari og að Grindavík og Þróttur R. falla. Þá eru Valsstúlkur öruggar með annað sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Á Þórsvelli tekur Þór/KA á móti KR, en Þór/KA situr í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig. KR-stúlkur eru í áttunda sæti með 13 stig.
Leikir dagsins í Pepsi-deild kvenna:Valur-ÍBV |
Fylkir - Grindavík |
Þór/KA - KR |
Afturelding - Þróttur R. |
Stjarnan - Breiðablik |