Þorvaldur segir að með því að loka fyrir heimsóknir sé verið að reyna að einangra vandann. Ekki sé hægt að útiloka að veiran hafi borist á spítalann með fólki utan úr bæ og þá sé sú hætta einnig fyrir hendi að gestir taki smit á spítalanum og beri með sér heim.
Eins og fram hefur komið eru einkenni Nóróveirunnar, uppköst og niðurgangur, fólk er þungt haldið og slær niður aftur. Til að byrja með eru einkennin ekki ólík hverri annarri gubbupest en þessi er þrálátari og erfiðari viðfangs.