Lögreglu- og slökkviliðsmenn skoðuðu Þór

Sigurður Steinar skipherra á Þór með sýslumanni og lögreglumönnum á Akureyri í brú varðskipsins.
Sigurður Steinar skipherra á Þór með sýslumanni og lögreglumönnum á Akureyri í brú varðskipsins.

Varðskipið Þór verður til sýnis á Akureyri í dag og á morgun en skipið lagðist að Oddeyrarbryggju í morgun, eins og fram kemur hér neðar á síðunni. Almenningi gefst kostur á að skoða skipið frá kl. 13:00-18:00 og á morgun þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, lögreglumenn, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn, sem og björgunarsveitarmenn fengu forskot á sæluna og skoðuðu skipið í morgun. Það voru þeir Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og Páll Geirdal yfirstýrimaður sem sýndu skipið.

 

Nýjast