Lögreglan vill 600 þúsund vegna Mærudaga

Frá Mærudögum 2015. Mynd úr safni.
Frá Mærudögum 2015. Mynd úr safni.

Á vef fréttastofu RÚV kemur fram að Norðurþing hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi um að rukka sveitarfélagið um 600 þúsund krónur vegna löggæslukostnaðar í tengslum við bæjarhátíðina Mærudaga. Framkvæmdastjórar nokkurra sveitarfélaga hafa gagnrýnt það sem þeir kalla tilviljanakennda gjaldtöku. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að sveitarfélögin eigi ekki að greiða fyrir löggæslukostnaðinn.

Nýjast