Lögreglan á Akureyri rannsakar innbrot í bíla

Lögreglan á Akureyri rannsakar nú stórfelldan þjófnað á GPS-staðsetningartækjum í bænum um helgina. Brotist var inn í ellefu bíla og var slíkum tækjum skolið úr flestum þeirra. Flest innbrotin voru í Lundarhverfi en annars fóru þjófarnir um allan bæinn, brutu hliðarrúður í bílum og létu greipar sópa.  

Lögreglan brýnir fyrir fólki að hafa GPS-tæki og önnur verðmæti ekki sýnileg. Stinga megi GPS-tækjunum í hanskahólfið verði því við komið. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Nýjast