Auk þessa viðurkenndi maðurinn að hafa verið að selja og dreifa fíkniefnum á Akureyri. Í tengslum við málið voru höfð afskipti af fimm einstaklingum. Allir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum. Þann 10. október s.l. framkvæmdi lögreglan einnig húsleit í íbúð á Akureyri þar sem hald var lagt á sex kannabisplöntur sem verið var að rækta og búnað til ræktunar. Tveir aðilar voru handteknir í tengslum við málið sem telst upplýst. Um s.l. helgi voru tveir aðilar handteknir á Akureyri vegna gruns um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.