Lögreglan á Norðurlandi eystra mun í vikunni fylgjast náið með notkun farsíma við akstur og notkun bílbelta. Frá þessu er greint á Facebooksíðu lögreglunnar í dag.
Jafnframt kemur fram að unnið sé eftir skipulagi sem nær frá Þórshöfn í austri til Siglufjarðar í vestri og má búast við að lögregla hafi afskipti af þeim sem ekki virða reglur um þessi mál.
Að endingu hvetur lögreglan til tillitssemi í umferðinni.