Logi Már tilbúinn í fimm flokka stjórn

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri segir Samfylkinguna tilbúna í fimm flokka stjórn ef málefni flokksins hljóta hljómgrunn í slíku samstarfi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, átti fund með Loga í morgun fyrstan formanna flokkanna sem hún hyggst ræða við. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mættu á fund hennar klukkan hálf tólf.

Logi sagði í samtali við fréttastofu RÚV að helstu ágreiningsmálin væru Evrópumálin og kerfisbreytingar í sjávarútvegsmálum en ágreiningurinn væri ekki endilega stór „Á hinn bóginn liggjum við nokkuð þétt saman þegar kemur að velferðarkerfinu, skattakerfinu og öðru slíku. Þetta er ekkert óyfirstíganlegt milli þessara tveggja flokka,“ sagði hann við RÚV.

Nýjast