Yfirgnæfandi meirihluti kjördæmisráðs Samfylkingarinnar samþykkti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í gærkvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, þingmaður og arkitekt, leiðir listann.
„Ég er stoltur af því að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Allir frambjóðendur Samfylkingarinnar í kjördæminu eru gríðarlega öflugir, en það sem einkennir efstu fjögur sætin á listanum er ekki síst öflugur bakgrunnur í sveitarstjórnum. Öll höfum við setið í sveitarstjórnum og þekkjum vel mikilvægi nærþjónustunnar og nauðsyn þess að auka samvinnu og traust milli ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessum góða hópi,“ er haft eftir Loga Einarssyni.
Annað sætið listans skipar Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi í Akureyrarbæ, formaður SSNE og fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4. Í þriðja sæti er Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og framhaldsskólakennari, fjórða sæti skipar svo Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Norðurþingi.
„Kristján L. Möller og Svanfríður Jónasdóttir skipa heiðurssæti á listanum en hann er skipaður tuttugu kraftmiklum frambjóðendum, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar og beita sér af fullu afli í þágu íbúa kjördæmisins, sem og alls almennings,“ segir í tilkynningunni.
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi: