Logi leiðir Samfylkinguna en Hilda Jana skipar annað sætið

Logi Einarsson og Hilda Jana Gíslasdóttir. Myndin er samsett.
Logi Einarsson og Hilda Jana Gíslasdóttir. Myndin er samsett.

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti kjör­dæm­is­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar samþykkti fram­boðslista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi í gærkvöld. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá flokkn­um.

Logi Ein­ars­son formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þingmaður og arki­tekt, leiðir list­ann.

„Ég er stolt­ur af því að leiða áfram lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi. All­ir fram­bjóðend­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kjör­dæm­inu eru gríðarlega öfl­ug­ir, en það sem ein­kenn­ir efstu fjög­ur sæt­in á list­an­um er ekki síst öfl­ug­ur bak­grunn­ur í sveit­ar­stjórn­um. Öll höf­um við setið í sveit­ar­stjórn­um og þekkj­um vel mik­il­vægi nærþjón­ust­unn­ar og nauðsyn þess að auka sam­vinnu og traust milli rík­is og sveit­ar­fé­laga. Ég hlakka til kosn­inga­bar­átt­unn­ar með þess­um góða hópi,“ er haft eft­ir Loga Ein­ars­syni.

Annað sætið list­ans skip­ar Hilda Jana Gísla­dótt­ir bæj­ar­full­trúi í Ak­ur­eyr­ar­bæ, formaður SSNE og fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri N4. Í þriðja sæti er Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Fjarðabyggð og fram­halds­skóla­kenn­ari, fjórða sæti skip­ar svo Kjart­an Páll Þór­ar­ins­son, íþrótta- og tóm­stunda­full­trúi í Norðurþingi.

„Kristján L. Möller og Svan­fríður Jón­as­dótt­ir skipa heiðurs­sæti á list­an­um en hann er skipaður tutt­ugu kraft­mikl­um fram­bjóðend­um, með fjöl­breytta reynslu og þekk­ingu, sem eiga það sam­eig­in­legt að vilja vinna að fram­gangi jafnaðar­stefn­unn­ar og beita sér af fullu afli í þágu íbúa kjör­dæm­is­ins, sem og alls al­menn­ings,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram­boðslisti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi:

 1. Logi Ein­ars­son, alþing­ismaður og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar
 2. Hilda Jana Gísla­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og formaður SSNE
 3. Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og bæj­ar­full­trúi
 4. Kjart­an Páll Þór­ar­ins­son, íþrótta- og tóm­stunda­full­trúi
 5. Mar­grét Bene­dikts­dótt­ir há­skóla­nemi
 6. Sig­urður Vopni Vatns­dal, deild­ar­stjóri á leik­skóla
 7. Ísak Már Jó­hann­es­son um­hverf­is­fræðing­ur
 8. Lilja Guðný Jó­hann­es­dótt­ir skóla­meist­ari
 9. Ólaf­ur Hauk­ur Kára­son bygg­inga­meist­ari
 10. Guðrún Ein­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðinemi
 11. Jó­hann­es Óli Sveins­son fram­halds­skóla­nemi
 12. Nanna Árna­dótt­ir, fé­lagsliði á öldrun­ar­heim­ili
 13. Bald­ur Páls­son aust­ur­lands­goði
 14. María Hjálm­ars­dótt­ir verk­efn­is­stjóri
 15. Sig­ríður Huld Jóns­dótt­ir skóla­meist­ari
 16. Magni Þór Harðar­son ráðgjafi
 17. Björg­vin Val­ur Guðmunds­son, leiðbein­andi í grunn­skóla
 18. Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir alþing­ismaður
 19. Svan­fríður Inga Jón­as­dótt­ir, f.v. alþing­ismaður og bæj­ar­stjóri
 20. Kristján L. Möller, f.v. alþing­ismaður og ráðherra

Nýjast