Hörður Geirsson ljósmyndari sýnir í prentútgáfu Vikudags í dag nokkrar stórkostlegar loftmyndir af Eyjafjarðarsvæðinu. Hann hefur í mörg ár flogið yfir Eyjafjörðinn og tekið myndir. Loftmyndir eru mjög skemmtilegar og geta verið nytsamlegar á ýmsan hátt, til dæmis þegar verið er að skipuleggja svæði, segir Hörður. Myndirnar í Vikudegi eru á opnu blaðsins, sem kemur út eftir hádegi í dag. Sjón er sögu ríkari !