Lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis boðnar út

Kort af svæðinu, dekkri græni liturinn afmarkar fyrsta áfanga.
Kort af svæðinu, dekkri græni liturinn afmarkar fyrsta áfanga.

Kynningarfundur vegna úthlutunar lóða í fyrsta áfanga  Móahverfis fer fram í Ráðhúsinu  n.k. fimmtudag 16 mars og stendur yfir í klukkustund  frá kl 14-15.  Útboðsgögn verða klár til afhendingar sama dag.

Gert er ráð fyrir að uppbygging hverfisins hefjist úr suðri en það svæði er í um 400 metra göngufjarlægð frá Síðuskóla.   Reiknað er með  ellefuhundruð  íbúðum í hverfinu öllu.

Ætlunin er að streyma frá fundinum á TEAMS og mun hlekkur verða birtur á heimasíðu Akureyrarbæjar  og á Facebooksíðu bæjarins.

 

 


Athugasemdir

Nýjast