Lóðasamningur við PCC SR ehf framlengdur til febrúarloka
Í mars s.l. var samþykkt beiðni frá PCC Seaview Residences ehf, um að taka frá svæði E í deiliskipulagi Holtahverfis á Húsavík vegna fyrirhugaðra íbúðabygginga þar fyrir starfsfólk PCC á Húsavík.
Nokkur síðar kom upp ágreiningur milli Norðurþings og fyrirtækisins um nýtingarhlutfall á byggingarsvæðinu og einnig um fyrirhugað byggingarefni, þannig að upphafleg áform eru komin mun skemur en að var stefnt.
S.l. þriðjudag fjallaði skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings um ósk frá PCC Seaview Residences þess efnis að svæðið verði áfram frátekið fyrir fyrirtækið og að fyrri lóðarráðstöfun verði framlengd um sex mánuði.
Nefndin lagði til við sveitarstjórn að samningurinn yrði framlengdur til loka febrúar 2017. JS