Ljósmyndun er í blóðinu

„Ég hef tekið ljósmyndir í áratugi, enda nánast alin upp á ljósmyndastofu til 14 ára aldurs,“ segir Helga Haraldsdóttir áhugaljósmyndari á Akureyri, sem sýnir að þessu sinni nokkrar glæsilegar myndir í prentútgáfu Vikudags. Á vikudagur.is sýnir hún þrjár myndir, en í prentútgáfunni gefur að líta fleiri myndir eftir Helgu.

 „Skemmtilegast finnst mér að mynda landslag og helst vil ég hafa fólk á myndunum. Mývatnssveitin hefur alltaf heillað mig, þar er myndefni á hverju strái. Stundum fer ég í bíltúr með myndavélina út í óvissuna. Margar slíkar ferðir hafa skilað skemmtilegum myndum. Ég held úti myndasíðunum www.fludir.com/photos/helgahar og  http://flickr.com/helgahar , þar er hægt að kynna sér nánar myndirnar mínar.

Helga er meðlimur í ÁLKA, sem er Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar og einnig er hún í kvennaklúbbnum ÁLFkonur.

Sjón er sögu ríkari !

Nýjast