Ljósmyndasamkeppni Jólablaðs Vikudags

Jólablað Vikudags kemur út í byrjun desember og að því tilefni er stofnað til ljósmyndasamkeppni. Þemað er einfalt og gott: Jól. Sigurmyndin verður birt á forsíðu Jólablaðsins ásamt því að sigurvegarinn fær bókavinning frá Hólum. Skilafrestur á myndum  er á þriðjudaginn eftir viku 22. nóvember. Vikudagur áskilur sér þann rétt að birta enga mynd ef viðunandi fjöldi mynda berst ekki inn í keppnina.

Reglur:

-        Hver ljósmyndari má aðeins senda inn tvær myndir að hámarki.

-        Stranglega bannað er að eigna sér myndir annarra.

-        Myndvinnsla er leyfileg en ekki má skeyta saman mörgum myndum, þ.e. myndin skal tekin á einum lýsingartíma.

Myndirnar skal senda á netfangið: birgirg@unak.is

 

Nýjast