Ljósmæður á Akureyri draga uppsagnir til baka

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Tvær ljósmæður sem sögðu upp starfi sínu á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar forstjóra SAk á vef sjúkrahússins.

Ljósmæður samþykktu miðlunartillögu nýverið eftir langar og harðar deilur við stjórnvöld, en ríkissáttarsemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Ljós­mæðrafé­lags Íslands og fjár­málaráðherra fyr­ir hönd rík­is­sjóðs.

„Það er mikill léttir að sátt hefur náðst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Fæðingarþjónusta og þjónusta við þungaðar konur færist vonandi í fyrra horf sem fyrst. Ekki varð mikil röskun á starfseminni hér vegna yfirvinnubannsins en sækja þurfti um undanþágur til að tryggja viðeigandi mönnun meðan á því stóð,“ skrifar Bjarni Jónasson.

Nýjast