Ljósin kveikt á bæjarjólatrénu á Húsavík
Talsverður fjöldi fólks var saman kominn þegar ljósin voru kveikt á bæjarjólatrénu á Húsavík í dag klukkan 16. Það var sveitarstjóri Norðurþings, Kristjáns Þór Magnússon sem kveikti á trénu að loknu stuttu ávarpi.
Jólatréð kemur að þessu sinni úr skóglendi bæjarins og sýnist sitt hverjum um fegurð og veglegheit trésins eins og venja er. Þetta er í fyrsta skipti sem bærinn er sjálfbær í útvegun jólatrjáa, að sögn Smára J. Lúðvíkssonar, garðyrkjustjóra. Önnur jólatré á vegum sveitarfélagsins koma einnig úr þessum skógi.
Séra Jón Ármann Gíslason flutti stutta hugvekju og stúlkur í 3. flokki Völsungs í knattspyrnu sáu um sönginn ásamt Guðna Bragasyni. Soroptimistakonur voru á staðnum eins og vera ber með rjúkandi kakó og piparkökur.
Jólasveinar létu svo sjá sig, tóku nokkur lög og dönsuðu í kringum jólatréð áður en þeir færðu ungviðinu hollustuglaðninga úr pokum sínum.
Það vor iðkendur úr 3. flokki Völsungs í fótbolta sem héldu utan um hátíðina í ár.