Ljósaganga gegn ofbeldi gengin i gær.

Ljósagangan var gengin i gær.                      Mynd lögreglan
Ljósagangan var gengin i gær. Mynd lögreglan

Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í gær, 1. desember í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu á Akureyri að Bjarmahlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

 Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra leiddu gönguna og hélt Páley stutta ræðu er komið var að Bjarmahlíð.

 Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri, Hugin, og Verkmenntaskólans á Akureyri, Þórdunu.

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir frá á Facebook.


Athugasemdir

Nýjast