Framkvæmdaráð beindi því í framhaldinu til bæjarráðs en fjárheimild var ekki til staðar fyrir framkvæmdum af þessu tagi og því verður valin ódýrari lausn og sett upp umferðarljós. Kostnaður við að setja upp umferðarljós er á bilinu 7 til 10 milljónir króna, en við hringtorg um 30 milljónir króna. „Hringtorg eru yfirleitt betri lausn þar sem þau „stýra“ sér sjálf, þar er engin bið á rauðu ljósi og þau hægja jafnframt á umferð og reka sig án mikils kostnaðar,“ segir Helgi Már.