Lítið Atvinnuleysi: Ársskýrsla Framsýnar

Frá aðalfundi Framsýnar. Mynd: Framsýn
Frá aðalfundi Framsýnar. Mynd: Framsýn

Atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar hefur verið með betra móti og lítið verið um atvinnuleysi. Við gerð ársskýrslu Framsýnar var óskað eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um fjölda þeirra félagsmanna sem fengu atvinnuleysisbætur á síðasta ári og upphæð atvinnuleysisbóta.

Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fengu 157 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2015 samtals kr. 102.582.480,-. Með mótframlagi kr. 8.206.598,- námu heildargreiðslur alls kr. 110.789.078,-.

Þá kemur fram í skýrslunni að félagsmönnum hefur fjölgað nokkuð á milli ára. Alls greiddu 2.455 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2015 en greiðandi félagar voru 2.378 árið 2014. 

Þá má geta þess að 431 launagreiðendur greiddu til Framsýnar á síðasta ári og fjölgaði þeim um 30 á milli ára. 

Félagsmenn þann 31. desember 2015 voru samtals 2.705. /epe.

Nýjast