Listi Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi fullskipaður

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gær tillögu kjörnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu við alþingiskosningar í vor. Tíu manns buðu sig fram í prófkjöri á dögunum, þar sem sem kosið var um 6 efstu sætin. Kristján Þór Júlíusson alþingismaður hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti en hann var sá eini sem gaf kost á sér í það sæti.  

Mun meiri barátta var um annað sætið en það sæti hlaut Tryggvi Þór Herbertsson, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður hafnaði í þriðja sæti.

Listann skipa eftirtaldir:

1. Kristján Þór Júlíusson
2. Tryggvi Þór Herbertsson
3. Arnbjörg Sveinsdóttir
4. Björn Ingimarsson
5. Anna Guðný Guðmundsdóttir
6. Jens Garðar Helgason
7. Kristín Linda Jónsdóttir
8. Elín Káradóttir
9. Gunnar Hnefill Örlygsson
10. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
11. Friðrik Sigurðsson
12. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir
13. Gunnar Ragnar Jónsson
14. Gísli Gunnar Oddgeirsson
15. Kristín Ágústsdóttir
16. Steinþór Þorsteinsson
17. Signý Ormarsdóttir
18. Gunnlaugur J. Magnússon
19. Anna Björg Björnsdóttir
20. Helgi Ólafsson

Nýjast