Listi Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi kynntur
Þorsteinn Bergsson bóndi, Björgvin Rúnar Leifsson sjávarlíffræðingur og Karólína Einarsdóttir doktorsnemi leiða lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
Næstir á lista eru Baldvin H. Sigurðsson matreiðslumaður, Drengur Óla Þorsteinsson lögfræðingur, Anna Hrefnudóttir myndlistarkona og Stefán Rögnvaldsson bóndi.
Listann í heild er að finna á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar.