Lions á Íslandi afhendir Blindrafélaginu 19,3 milljónir
Lionshreyfingin á Íslandi afhenti Blindrafélaginu afrakstur söfnunarinnar „Rauð fjöður" sl. þriðjudag. Söfnunin fór fram
8.-10. apríl s.l og söfnuðust alls rúmlega 19,3 milljónir króna sem runnu óskertar til kaupa á talgervli, með íslensku talmáli,
sem verið er að smíða í Póllandi. Talgervillinn mun nýtast blindum, sjónskertum, fólki með lesblindu og öðrum þeim sem eiga
erfitt með lesmál.
Lionshreyfingin vill þakka öllum stuðningsaðilum fyrir frábæran stuðning við þessa söfnun og ekki síst eru þakkir til landsmanna allra sem með framlögum sínum hjálpuðu okkur með þetta verkefni.