Linta hættur með Þór

Aleksandar Linta hefur sennilega leikið sinn síðasta leik fyrir Þór. Fram kemur á vef Þórs að Linta muni nú snúa aftur til síns heimalands, Serbíu, og reikni ekki með að snúa aftur.

Linta lék fjögur tímabil með Þór, þrjú í 1. deild og eitt í úrvalsdeild. Alls lék hann 83 leiki með liðinu og skoraði í þeim 16 mörk.

Nýjast