Linda María heiðruð fyrir störf sín í þágu ferðaþjónustunnar

Linda María Ásgeirsdóttir í Hrísey hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhá…
Linda María Ásgeirsdóttir í Hrísey hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhátíð sem Markaðsstofa Norðurlands efndi til. Hún er til vinstri á myndinni með Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra. Mynd Markaðsstofa Norðurlands.

 Linda María Ásgeirsdóttir í Hrísey hlaut viðurkenningu á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fyrir störf sín í þágu greinarinnar. 

 Viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu eru veitt einstaklingi sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.

Linda María hefur unnið af heilindum fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi í fjölda ára. segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Hún hefur verið í forsvari fyrir Ferðamálafélag Hríseyjar og rekur núna veitingastaðinn Verbúð 66 í Hrísey. Einnig hefur hún setið í svæðisráði Hríseyjar fyrir Akureyrarbæ og starfað með  Markaðsstofunni í hópi ferðamálafulltrúa.

Linda María hefur unnið þétt með fyrirtækjum og einstaklingum sem byggja upp ferðir til Hríseyjar og haldið utan um skipulag ferða og heimsókna með ýmsum aðilum í gegnum árin. Hún á því stóran þátt í að halda úti ferðaþjónustunni í eynni en mjög mikilvægt er fyrir okkur á Norðurlandi að gestir okkar geti farið þangað í heimsókn og notið góðar þjónustu og veitinga.

 


Athugasemdir

Nýjast