Liggur á bæn og biður um frost

„Ég ligg bara á bæn og bið um frost,“ segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli. Stefnt er að því að hefja snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli eftir mánuð en fimm gráðu frost þarf til í nokkra daga svo hægt sé að framleiða snjó. Að sögn Guðmundar Karls er undirbúningur fyrir skíðavertíðina í fullum gangi og áætlað að opna skíðasvæðið þann 30. nóvember, sem er viku seinna en í fyrra.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast