Líf hefur færst í Ásatún í Naustahverfi á ný
Í lok júlí sl. keypti fyrirtækið Austurblokkin ehf á Akureyri fimmtán íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Ásatún 36 og 38 í Naustahverfi. Engar framkvæmdir hafa verið í þessum húsum síðastliðin þrjú ár en nú er komið líf í þau á ný. Húsin standa nyrst í Naustahverfi og eru hluti af andliti hverfisins.
Forsvarsmenn Austurblokkarinnar, þeir Halldór Rafnsson og Björn Pálsson, segja að byrjað hafi verið á því að ljúka við húsin að utan. Í framhaldinu var farið að innrétta íbúðir að innan. Íbúðirnar verða seldar fullbúnar með gólfefnum. Heimamenn starfa með þeim félögum sem undirverktakar, má þar nefna Ólaf Björnsson múrarameistara, Betri fagmenn málara, Loka pípulagningaþjónustu og þá sér Ljósgjafinn um allt rafmagn.
Um helgina ætlum við svo að vera klárir með sýningaríbúð í Ásatúni 38 jarðhæð sem við ætlum að sýna á laugardag kl.16 18 og sunnudag kl.14 17. Þá getur fólk séð að við erum að bjóða uppá vandaðar eignir og góðar íbúðir frá 66 fm til 102 fm, segja Björn og Halldór.