Lið Akureyrar er úr leik í Útsvari, spurningakeppni Sjónvarpsins, eftir naumt gegn Reykjavík í kvöld. Þegar hvort lið átti eina spurningu eftir, var staðan jöfn, 61-61. Akureyringar fengu sína lokaspurningu á undan og völdu 15 stiga spurningu sem þeir náðu ekki að svara og Reykjavíkingar ekki heldur. Staðan var því enn jöfn og lið Reykjavíkur valdi því fimm stiga spurningu, sem liðsmenn náðu að svara og sigruðu því 66-61. Það er því ljóst að lið Akureyrar fer ekki lengra í keppninni en í fyrra keppti það til úrslita við Norðurþing og tapaði þeirri rimmu.