Létta á sér á klósetti kirkjunnar

Á leið á klósettið? Ferðamenn nýta sér Akureyrarkirkju sem almenningssalerni. Mynd/Þröstur Ernir
Á leið á klósettið? Ferðamenn nýta sér Akureyrarkirkju sem almenningssalerni. Mynd/Þröstur Ernir
Ekkert almenningssalerni er í miðbæ Akureyrar og hefur ferðafólk kosið í stórum mæli að nýta sér salernisaðstöðuna í Akureyrarkirkju. Rafn Sveinsson, formaður Akureyrarsóknar, segir ástandið vart boðlegt og þörf sé á almenningsklósetti í miðbænum. „Mér finnst eðlileg þjónusta hjá bænum að bjóða upp á almenningssalerni. Fólk er velkomið í kirkjuna og nýta sér aðstöðuna sem þar er, en þetta var ekki hugsað sem almenningssalerni," segir Rafn.

Hann segir umferðina um salernið á sumrin ekki eðlilega. „Bærinn á að sjá sóma sinn í því að bjóða fólki sem hingað kemur upp á almenningsklósett í miðbænum,“ segir Rafn.
 
 
Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag

Nýjast