Lestur á Vikudegi eykst á milli ára

Lestur á áskriftarblaðinu Vikudegi eykst um 3% á milli ára og nær til tæplega þriðjungs bæjarbúa á Akureyri eða 28%. Þetta kemur fram í könnun Gallups sem var framkvæmd fyrir Einingu­-Iðju stéttarfé­lag í Eyjafirði.  Spurt var: Hverja af eftirtöldum staðarfjölmiðlum hefur þú lesið, flett eða horft á, á síðastliðnum vikum?

Dagskráin hefur yfirburði yfir þá staðarmiðla sem ná til fólks en rúmlega 90% svarenda fletta Dagskránni í hverri viku. Er það hækkun um 3% milli ára. Lestur á N4 Dagskráinni eykst sömuleiðis um 3% á milli ára og sögð­ust 76,7% svarenda fletta blaðinu vikulega. Báðum blöðunum er dreift í öll hús á Akureyri. 

Einnig eykst áhorf á N4 um 3% en 56,5% horfa á sjónvarpsstöðina vikulega. Könnunin var framkvæmd dagana 11. október til 18. nóvember 2016 og var um síma­ og netkönnun að ræða. Úrtakið var 1500 manns úr félagaskrá Einingar ­Iðju, fjöldi svarenda var 752 og þátttökuhlutfall 50,1%.

Nýjast