Leonard Cohen hreint ekki hættur
Kanadíski söngvarinn og ljóðskáldið Leonard Cohen hefur tekið upp nýja hljómplötu sem væntanleg er í haust. Útgáfufyrirtækið Columbia Records greindi frá þessu í dag. Platan heitir You want it darker eins og upphafslags hennar.
Fyrirtækið gaf ekki upp hvenær platan kæmi í verslanir, en það verður þó ekki fyrr en eftir afmæli Cohens sem verður 82 ára 21. september. Síðasta plata Cohens, Popular problems kom út fyrir tveimur árum.