Leonard Cohen hreint ekki hættur

Leonard Cohen fagnar 82. ára afmæli sínu með nýrri plötu
Leonard Cohen fagnar 82. ára afmæli sínu með nýrri plötu

Kanadíski söngvarinn og ljóðskáldið Leonard Cohen hefur tekið upp nýja hljómplötu sem væntanleg er í haust. Útgáfufyrirtækið Columbia Records greindi frá þessu í dag. Platan heitir You want it darker eins og upphafslags hennar.

Fyrirtækið gaf ekki upp hvenær platan kæmi í verslanir, en það verður þó ekki fyrr en eftir afmæli Cohens sem verður 82 ára 21. september. Síðasta plata Cohens, Popular problems kom út fyrir tveimur árum. 

Nýjast