Lengri frestur til að sækja um sérstaka tómstundastyrki

Frestur til að sækja um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki á Akureyri fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021. Stór hluti þeirra sem eiga rétt á styrknum hefur ekki enn sótt um. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar. 

Styrkirnir eru liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 og koma til viðbótar hefðbundnum frístundastyrkjum sveitarfélaga.

Hægt er að sækja um fyrir börn sem eru fædd 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Styrkurinn nemur 45.000 krónum á hvert barn. Nota má styrkina til þess að greiða niður þátttökugjöld vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda.

Sveitarfélög annast afgreiðslu umsókna en á vef bæjarins er hægt að nálgast frekari upplýsingar varðandi umsókn.


Nýjast