Leitað eftir styrk vegna verkefnisins Frá öngli í maga
Á síðasta fundi skólanefndar Akureyrarbæjar var lagt fram til kynningar erindi frá Hollvinum Húna II, þar sem óskað er eftir styrk að
upphæð kr. 2.000.000 til ungmennastarfs, en Hollvinir Húna II hafa í samvinnu við skóladeild Akureyrarbæjar og sérfræðinga frá
Háskólanum á Akureyri rekið verkefnið "Frá öngli í maga" fyrir nemendur í 6. bekk undanfarin ár.
Markmið verkefnisins er að auka áhuga og skilning þátttakenda á lífríki hafsins, sjómennsku og á hollustu sjávarfangs. Fjölmörg grunnskólabörn hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár og haft bæði gagn og gaman af.