Leikur SA Víkinga og Húna á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld var flautaður af vegna rafmagnsleysis. Liðin áttust við í Skautahöllinni á Akureyri og þegar nákvæmlega sjö mínútur og 30 sekúndur voru eftir af leiknum fór allt rafmagn af í Innbænum og nágrenni. Staðan var þá 7-2 Húnum í vil. Eftir nokkurra bið ákvað dómarinn að flauta leikinn af.