Leikur KA og Hauka fer fram á Þórsvelli

Leikur KA og Hauka í 1. deild karla í knattspyrnu á fimmtudaginn kemur mun fara fram á Þórsvelli. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Akureyrarvelli en stefnt var að því að völlurinn yrði tilbúinn þann 2. júní.

Svo er hins vegar ekki og einnig standa enn framkvæmdir við stúkuna á Akureyrarvelli. KA hafði sótt um að spila leikinn á Þórsvelli og fyrr í dag fékkst sú heimild.

Nýjast