Leikskólar taka við fleiri börnum í haust

Með því að 5 ára börn ljúki leikskólavist við sumarlokun og fjölgun starfsmanna á leikskólum verður …
Með því að 5 ára börn ljúki leikskólavist við sumarlokun og fjölgun starfsmanna á leikskólum verður hægt að taka við fleiri börnum. Mynd/Þorgeir Baldursson

Í fjárhagsáætlun fræðslusviðs Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir því að dvöl 5 ára barna í leikskóla ljúki við sumarlokun og foreldrar sem það kjósa geti fengið áframhaldandi þjónustu innan grunnskólans fram að hefðbundinni skólabyrjun. Börnin byrja því í sínum grunnskóla þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi. Í fjárhagsáætluninni er einnig gert ráð fyrir stöðugilda aukningu frá haustinu sem mun hafa þau áhrif að leikskólarnir geta tekið við fleiri börnum núna í haust en var síðastliðið haust.

Í haust fjallaði Vikudagur um óá­nægju foreldra vegna dagvistunarúrræða og var settur af stað undirskriftalisti þar sem skorað var á bæjaryfirvöld á Akureyri að fjölga leikskólaplássum.

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast