Leikið á Akureyrarvelli í sumar

Frá leik KA og Þróttar á Akureyrarvelli sl. sumar.
Frá leik KA og Þróttar á Akureyrarvelli sl. sumar.

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt að heimila KA að spila heimaleiki sína á Akureyrarvelli í  1. deild karla í sumar með því skilyrði að 300 aðskilin sæti verði komin í stúku vallarins fyrir 15. júlí nk. Þetta skilyrði verður uppfyllt en fram kemur á heimasíðu KA að Fasteignir Akureyrarbæjar hafi fyrir nokkru pantað tæplega 700 sæti, eða eins og stúka Akureyrarvallar rúmar, frá Ítalíu og er fastlega gert ráð fyrir að sætin verði komin á sinn stað þegar KA leikur sinn fyrsta heimaleik seinni partinn í maímánuði.

Á Þórsvelli hefur hita verið hleypt á og var það gert ellefu dögum fyrr í ár en í fyrra. Samkvæmt heimasíðu Þórs kemur völlurinn vel undan vetri og er menn þar á bæ bjartsýnir um að völlurinn sleppi við kalskemmdir í ár.

Nýjast