Þóroddur Sveinsson verður með fyrirlestur í Leikhúsinu á Möðruvöllum á fimmtudaginn og markar sá fyrirlestur upphaf sumarviðburða Leikhússins. Alls verða sex menningarviðburðir í Leikhúsinu í sumar á tveggja vikna fresti til 20. ágúst þegar Guðrún Jónsdóttir verður með sögubrot um fjölskyldu hennar og Möðruvelli. Hér má sjá dagskrána í heild sinni.