Smíði á nýrri göngu- og hjólabrú við Drottningarbraut á Akureyri er nú í fullum gangi og var nóg að gera hjá verktökum þegar Vikudagur átti leið um í vikunni. Þar sem brúin stendur andspænis Samkomuhúsin hefur hún fengið nafnið Leikhúsbrúin.
Brúin verður um 86 metra löng og jafnbreið og stigurinn sitt hvoru megin við. Hún verður yfirbyggð á 15 metra kafla þar sem hægt verður að fara út á svalir að austan og vestan til að njóta útsýnisins án þess að trufla hjólandi eða gangandi umferð. Allt efni í brúna er valið með það í huga að mannvirkið geti staðið traust og lengi við ströndina. Þá verður brúin upplýst á svipaðan hátt og fjörustígurinn.
Áætlað er að brúin verði formlega vígð þann 17. júní næstkomandi.