Leik Þórs og FH frestað?

Ekki er endanlega ljóst hvort leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, sem áætlaður er næstkomandi sunnudag á Þórsvelli, geti farið fram á réttum tíma. Mikið hefur snjóað á Akureyri í dag og spáin er ekki hagstæð fyrir sunnudaginn, en þá er gert ráð fyrir eins stigs frosti og snjókomu, eins og staðan er í dag.

 

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að KSÍ muni taka ákvörðun á leikdag um hvort af leiknum verði eða ekki. Ef frestað yrði leiknum yrði það hugsanlega um einn dag.

 

Ekki er leyfilegt að spila innandyra í úrvalsdeildinni og því er Boginn ekki valkostur í þessu atviki.

  

Nýjast