Leiguverð hækkar á Akureyri

Akureyrarbær.
Akureyrarbær.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur sam­ þykkt tillögur Velferðarráðs um hækkun á leiguverði í leiguíbúðum Akureyrarbæjar og tekur hækkunin taki gildi frá og með 1. janúar 2018. Húsaleiga á 2ja herbergja íbúðum og þjónustukjörnum þar sem eru herbergi, herbergi með baði og stúdíóí­ búðir hækka um 3,8%. Leiguverð á 3ja herbergja íbúðum hækkar um 10%. Annað húsnæði hækkar um 3% en þó hækkar ekki húsaleiga í Grímsey og Hrísey. Áætluð tekjuaukning vegna hækkunarinnar er 5%.

Jón Heiðar Daðason, húsnæðisfulltrúi Akureyrarbæjar, segir í svari við fyrirspurn blaðsins að rekstur félagslega leiguíbúðakerfisins standi ekki undir fjárfestingum og fjármögnin sé óhagstæðari en áður. Þá segir Jón Heiðar ljóst að fjölga þurfi félagslegum íbúðum á næstu árum.

Samhliða hækkun á húsaleiguverði var samþykkt hækkun á húsaleigubótum sem taka gildi þann 1. janúar 2018, en t.a.m. verður hámarksfjárhæð samanlagðra bóta hækkaðar úr 82 þúsundum í 90 þúsund á mánuði.

Nýjast