Leiðakerfi SVA í endurskoðun

Leiðakerfi Strætó á Akureyri hefur verið til endurskoðunar að undanförnu. Sagt er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

„Reynt er að hafa þá vinnu í sem mestu samráði við íbúa og hagsmunaaðila og m.a. hafa verið haldnir opnir fundir til að fjalla um þessa vinnu og heyra sjónarmið sem flestra,“ segir í tilkynningunni.

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Eflu hefur séð um vinnuna að mestu.  Hún kynnti greinargerð sem unnin hefur verið um málið á íbúafundi í Hofi mánudaginn 23. maí sl. „Fundurinn var vinnufundur og sú leið sem fundarmönnum hugnaðist best virtist vera tveggja leiða kerfið með frekari útfærslum þó önnur sjónarmið kæmu fram einnig,“ segir jafnframt í tilkynningunni en greinargerðina má lesa hér.

Nýjasta útfærslan snýst um að rauðu leiðirnar verði tvær, ein í aðra áttina og önnur í hina áttina til að stytta hringinn og komast yfir stærra svæði. Áfram hefur verið unnið með þá hugmynd. Drög að þeirri útfærslu má sjá með því að smella hér.

Mögulega þarf að gera breytingar á bláu leiðinni líka til þess að vagnar nái tveimur hringjum á klukkustund.

Þá kemur fram í tilkynningunni að allar ábendingar séu vel þegnar og einnig að hagsmunaaðilar geti óskað eftir fundum til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. /epe.

Tekið er við ábendingum og spurningum á netfangið:  sva@akureyri.is.

 

Nýjast