Leggja fram frávísunartillögu við búvörulögin
Björt Ólafsdóttir og þingflokkur Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frávísunartillögu við búvörulögin sem nú liggja fyrir þinginu.
Flokkurinn leggur til að frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um búvörusamning verði vísað til ríkisstjórnarinnar og að henni verði falið að framlengja gildandi samninga og hefja vinnu við nýja samninga í samvinnu við hagsmunaaðila og stofnanir ríkisins með hagsmuni neytenda, landgæða, lífrænnar framleiðslu og dýraverndar að leiðarsljósi.
Frumvarp ráðherra er enn til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.