Lauslæti í Færeyjum: Kvöldarvíf konufólkarefs

Hreiðar Karlsson, kaupfélagssjóri t.v. þegar hann var að afhenda viðtakandi stjóra, Þorgeiri Hlöðver…
Hreiðar Karlsson, kaupfélagssjóri t.v. þegar hann var að afhenda viðtakandi stjóra, Þorgeiri Hlöðverssyni, lyklana að KÞ. Mynd: JS

Á degi íslenskrar tungu 1997 flutti prófessor Höskuldur Þráinsson frá Skútustöðum í Mývatnssveit, snjallt erindi yfir Þingeyingum í Safnahúsinu á Húsavík. Hann ræddi m.a. um færeyska tungu og íslenska, bar saman merkingu orða og sýndi skemmtileg dæmi um orðsnilld okkar færeysku frænda. Hann gat m.a. um hugtakið „kvöldarvíf“ sem haft mun um konur sem menn kjósa að gamna sér með eina kvöldstund eða svo. Og einnig orðið „konufólkarefur“ sem notað er um kvennabósa.

Hreiðar Karlsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga og afar snjall hagyrðingur, var á staðnum og túlkaði svo:

 

Til að auðga eigið líf,

ærinn vilja hefur.

Krækir sér í kvöldarvíf

konufólkarefur.

 


Athugasemdir

Nýjast