Laun í Vinnuskólanum hækka um 10%

Akureyri
Akureyri

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2018 hækki um 10%. 14 ára unglingar fá greitt 551 kr. á tímann, 15 ára fá 629 kr. og 16 ára 826 kr. Áætlaður heildarkostnaður bæjarins við 10% hækkun launa er kr. 3,1 milljón.

Í fundargerð bæjarins segir að væntingar séu um að það rúmist innan launaáætlunar vinnuskólans vegna áframahaldandi fækkunar þátttakenda í vinnuskólanum í ljósi góðs atvinnuástands og eftirspurnar eftir starfsfólki á svæðinu.

Nýjast