Laumulistasamsteypan útvarpar frá Hrísey

Hrísey.
Hrísey.

Laumulistasamsteypan er breytilegur hópur sem kemur saman árlega í Hrísey og vinnur að uppákomu. Undanfarin tvö ár hefur samsteypan staðið annars vegar fyrir blautri sýningu í fiskvinnsluhúsi og hins vegar göngu- og gjörningaleiðangri um eyjuna með tónleikum, njósnörum og hvísli. Í ár er Laumulistasamsteypan orðin að útvarpstöð og enginn veit hvað verður á dagsskrá! Tólf tón- og myndlistarmenn munu leggja saman lendar sínar og miðla mögulega hljóðverkum, óhljóðum, búkhljóðum, töluðu máli, morgunstundum og bollaleggingum.

Samsteypan mun hljóðvarpa í Hrísey, dagana 10.-16. ágúst, á tíðninni 105,9, en einnig verður hægt að hlusta á Laumulistasamsteypuna á heimasíðunniwww.laumulistasamsteypan.com í formi hlaðvarps.

Þátttakendur í Laumulistasamsteypunni 2016 eru: Gunnar Örn Egilsson,Una Björg Magnúsdóttir,Minne Kersten,Kristján Guðjónsson,Logi Leó Gunnarsson,Bergur Thomas Anderson,Arna María Kristjánsdóttir,Helena Aðalsteinsdóttir,Sjoerd van Leuuwen,Gunnar Gunnsteinsson,Natasha Taylor og Ásgerður Birna Björnsdóttir.

Augljóst útvarp, uppskeruhátíð samsteypunnar, verður 16. ágúst og þá eru allir velkomnir í eyjuna að útvarpa með hópnum. Dans og gleði. Nóg er af tjaldstæðum og ávallt heitt á könnunni, segir í tilkynnningu.

Nýjast